Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. febrúar 2019 Prenta

Frá Félagi Árneshreppsbúa.

Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa.
Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa.

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður núna á laugardaginn 23. febrúar 2019 kl. 14:00 til 16:00 í anddyri Borgartúns 6.

Mannleg mistök:

Þegar fréttablaðið barst ekki til félagsmanna með auglýsingu um árshátíðina sem verður 2.mars næst komandi var farið að leita skýringa. Kom í ljós að prentsmiðjunni hafði láðst að póstsetja það eins og um hafði verið samið. Bréfið er nú komið í dreifingu og berst félagsmönnum strax eftir helgi en það átti að berast nú í vikunni og auglýsa forsöluna. Þeim upplýsingum er hér með komið á framfæri fyrir ykkur sem ætlið að nýta ykkur forsöluna.

Á meðan forsölu stendur verður einnig hægt að kaupa miða í síma 8499552 með kreditkorta símagreiðslu.

Nauðsynlegt er að greiða miða við pöntun.

Athugið að það er takmarkað sætaframboð.

Miðaverð á árshátíðina er 9.500,-

Miðaverð á dansleik eftir mat og skemmtiatriði er 3.000,-

Árshátíðin verður haldin í Veislusetrinu (Rúgbrauðsgerðin), Borgartúni 6, 105 Reykjavík laugardaginn 2. mars 2019 og opnar húsið kl. 19:00 Bergistangasysturnar Gíslína og Guðrún Gunnsteinsdætur sjá um veislustjórn og Ari Eldjárn kíkir við með gamanmál.

Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði, glæsilegir vinningar í boði.

Hljómsveitin Úlfarnir leika fyrir dansi.

Nánari upplýsingar má finna í fréttabréfi félagsins sem berst innan skamms: https://tinyurl.com/y3pm9mqm og á Facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/FelagArneshreppsbua

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
Vefumsjón