Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júní 2008
Prenta
Fyrsta ferð Strandafraktar.
Nú í dag var fyrsta ferð Strandafraktar hingað norður í Árneshrepp.
Ferðir flutningabíls Strandafraktar eru frá júni og út október,bíllinn lestar hjá Flytjanda í Reykjavík á þryðjudögum og fer til Hólmavíkur þá um kvöldið og til Norðurfjarðar dagin eftir á miðvikudögum.
Talsverður flutningur var með bílnum nú í fyrstu ferð og til baka fór talsvert af borðvið frá Sigursteini Sveinbjörnssyni í Litlu-Ávík til Galdrasafnsins á Hólmavík,sem Sigursteinn sagaði fyrir safnið í vor.