| mánudagurinn 22. september 2008
Prenta
Góðir gestir í Árneshreppi
Stjórn Byggðastofnunar, ásamt nokkrum lykilstarfsmönnum, var í heimsókn í Árneshrepp á dögunum og var komið víða við á einni dagstund. Fyrst var staldrað við í hávaðaroki í Veiðileysurétt, dáðst að fé og spjallað við bændur. Einn bóndi er einmitt í stjórn Byggðastofnunar, Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Úr Veiðileysu var haldið til Norðurfjarðar, þar sem ljúffengar veitingar biðu í Kaffi Norðurfirði. Kaupfélagið var auðvitað heimsótt líka, og þar festi stjórnarformaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson kaup á verndarengli, sem vaka mun yfir störfum hinnar mikilvægu stofnunar. Þá var ekið út á Krossnes og sundlaugin skoðuð, en ölduhæðin var slík að sundsprettur varð að bíða betri tíma.
Næst á dagskrá var heimsókn í Kört, þar sem Hrefna Þorvaldsdóttir veitti leiðsögn og upplýsingar, og er skemmst frá því að segja að safnið vakti mikla lukku og hrifningu. Gaman er að segja frá því að gestir í Kört hafa aldrei verið fleiri en þetta árið.
Að endingu var svo stoppað í Finnbogastaðaskóla, þar sem Elín Agla Briem skólastjóri sagði frá starfinu í minnsta skóla á Íslandi, auk þess sem skólastjórahjónin ræddu vítt og breitt um málefni Árneshrepps við áhugasama stjórnarmenn Byggðastofnunar. Fram kom sterkur vilji til að aðstoða við eflingu byggðar í Árneshreppi, enda lýstu stjórnarmenn mikilli hrifningu á náttúru og mannlífi í þessari afskekktustu sveit á Íslandi.
Stjórn Byggðastofnunar er svo skipuð:
Örlygur Hnefill Jónsson, formaður, Húsavík
Guðjón Guðmundsson, varaformaður, Akranesi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki
Bjarni Jónsson, Hólum
Drífa Hjartardóttir, Hellu
Kristján Þór Júlíusson, Akureyri
Herdís Á. Sæmundardóttir, Sauðárkróki
Úr Veiðileysu var haldið til Norðurfjarðar, þar sem ljúffengar veitingar biðu í Kaffi Norðurfirði. Kaupfélagið var auðvitað heimsótt líka, og þar festi stjórnarformaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson kaup á verndarengli, sem vaka mun yfir störfum hinnar mikilvægu stofnunar. Þá var ekið út á Krossnes og sundlaugin skoðuð, en ölduhæðin var slík að sundsprettur varð að bíða betri tíma.
Næst á dagskrá var heimsókn í Kört, þar sem Hrefna Þorvaldsdóttir veitti leiðsögn og upplýsingar, og er skemmst frá því að segja að safnið vakti mikla lukku og hrifningu. Gaman er að segja frá því að gestir í Kört hafa aldrei verið fleiri en þetta árið.
Að endingu var svo stoppað í Finnbogastaðaskóla, þar sem Elín Agla Briem skólastjóri sagði frá starfinu í minnsta skóla á Íslandi, auk þess sem skólastjórahjónin ræddu vítt og breitt um málefni Árneshrepps við áhugasama stjórnarmenn Byggðastofnunar. Fram kom sterkur vilji til að aðstoða við eflingu byggðar í Árneshreppi, enda lýstu stjórnarmenn mikilli hrifningu á náttúru og mannlífi í þessari afskekktustu sveit á Íslandi.
Stjórn Byggðastofnunar er svo skipuð:
Örlygur Hnefill Jónsson, formaður, Húsavík
Guðjón Guðmundsson, varaformaður, Akranesi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki
Bjarni Jónsson, Hólum
Drífa Hjartardóttir, Hellu
Kristján Þór Júlíusson, Akureyri
Herdís Á. Sæmundardóttir, Sauðárkróki