Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. september 2013 Prenta

Heimasmalanir.

Lömb vigtuð í Litlu-Ávík.
Lömb vigtuð í Litlu-Ávík.

Bændur hafa verið að smala heimalönd sín í liðinni viku og í þessari viku. Sláturlömb eru nokkuð misjöfn miðað við vigt en öll lömb eru vigtuð áður en sleppt er út á tún aftur. Allavega er vigt lægri en í fyrra en þá var mjög góður fallþungi,þrátt fyrir hina miklu þurrka sem voru í fyrrasumar. Búið er að láta sláturlömb á tvo bíla frá tveim bæjum sem fór í slátrun á Blönduósi hjá SAH Afurðum ehf.,í liðinni viku. Einnig verður sett á einn bíl frá tveim bæjum næstkomandi fimmtudag,það sláturfé fer í slátrun hjá Kaupfélagi Vestur Húnvetninga (KVH),á Hvammstanga.

Fyrstu skylduleitir verða um næstkomandi helgi,þegar leitað verðu norðursvæðið,Ófeigsfjarðarsvæðið og réttað í Melarétt laugardaginn 14 september. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
Vefumsjón