Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. desember 2009 Prenta

Hitabylgja í gærkvöld og í nótt.

Mælabúrið í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Mælabúrið í Litlu-Ávík.Myndasafn.
Mjög hlýtt hefur verið í veðri síðan á þriðja degi mánaðar,auð jörð á lálendi síðan um 9 desember,en fjöll flekkótt.

Hitinn á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík var í gær kl 18:00: 9,7stig hámarkið yfir daginn fór í 10,0 stig,en lágmark í 5,7 stig.

Hitinn í morgun kl 09:00 var aðeins 6,5 stig,en hámarkið eftir nóttina fór í 12,6 stig,en lágmark neðri 5,5 stig.

Oft getur verið gott veður hér í desember og janúar,en þegar kemur fram í mars og apríl byrja yfirleitt mestu snjóarnir,það sést á snjómælinga skírslum frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík,yfirleitt er mesta snjódýpt í mars eða apríl.

Spáð er suðlægum vindáttum eða breytilegum áfram með ágætishita en kólnandi undir eða um næstu helgi og nokkurri úrkomu á víð og dreif.

Sjá yfirlit yfir veður aftur um nokkur ár hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
Vefumsjón