Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júní 2008
Prenta
Hiti fór í tæp 16 stig í dag.
Hiti fór í 15,6 í dag á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi ,veður í dag var suðaustan gola,og í fyrstu léttskyjað en þykknaði upp með deginum og smá skúr um veðurtíman klukkan 18:00.
Þetta virðist lofa góðu með hitan í júní þótt komi kuldatíð í nokkra daga í júní eins og oft hefur verið.
Oftast getur verið hlýast hér í Árneshreppi í endaðan júlí eða í byrjun ágúst.
Mesti hiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 13 ágúst 2004 þá 26,0 stig og var það talið hitamet yfir stöðvar fyrrverandi og núverandi í Árneshreppi og staðfest af Veðurstofu Íslands.