Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. október 2008 Prenta

Húsið reist á Finnbogastöðum.

Nokkrar einingar komnar.
Nokkrar einingar komnar.
1 af 4
Á þriðjudaginn 21 komu tveir smiðir til Guðmundar bónda á Finnbogastöðum til að undirbúa að reisa húsið.

Fyrst voru settir þéttilistar á sökkul undir fótstykkin og þaug fest niður og ýmislegt annað undirbúið.

Síðan spilaði óveður í framkvæmdir og öllu seinkaði um helgina 24 til 26 október.

Á mánudaginn 27  var komið hið sæmilegasta veður og þá átti að byrja að reisa,en Ágúst Guðjónsson kranamaður komst ekki landleiðina frá Hólmavík,því Vegagerðin opnar ekki norður á mánudögum,og varð hann að fara suður til Reykjavíkur og taka flugið norður á Gjögur þaðan,hann átti bílinn á staðnum fyrir norðan.

Þá var fljótt hafist handa og byrjað að hífa einingarnar á grunninn og festa niður og veggeiningum var búslað samam hverri af annari langt fram á kvöld í hægviðri,en talsverðum éljum.

Enn er verið að vinna þegar þetta er skrifað,en svona við það að ganga frá.
Allar myndirnar eru teknar í kvöld.
Meyra á morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
Vefumsjón