Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. nóvember 2008
Prenta
Húsinu lokað á Finnbogastöðum.
Síðast var sagt hér á fréttasíðunni frá uppbyggingunni á Finnbogastöðum þann 13 nóvember.
Þá voru smiðir að fara í helgarfrí,en nú er allt á fullu aftur,unnið er úti ef veður leifir annars inni vegna mislyndra veðra.
Nú er nýr ljósastaur komin á sinn stað,enn Orkubúsmenn settu hann upp þann 13 nóv.
Á mánudag voru settar útihurðir og fleyra,í gær var hægt að klára að setja tjörupappann á þakið.
Og í dag er verið að ganga frá hurðum og kannski byrjað að setja stóru bílskúrsdyrnar upp,þannig að húsið verður lokað í dag.
Snjóél eru í dag eftir hádegi.
Nokkrar myndir í viðbót eru nú komnar inná Finnbogastaðir-bruninn og uppbygging.