Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. desember 2010
Prenta
Jóli komin austur fyrir Reykjaneshyrnu.
Borgaísjakinn Jóli er nú á fleygiferð í vestanáttinni,var í gær um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu,enn var í dag kl:14:30 komin ca átta kílómetra austur fyrir Reykjaneshyrnuna,og virðist reka nokkuð hratt í ASA inn flóann.
Athugað verður með borgarísjakann Jóla á morgun ef veður og skyggni leifa.
Tvær myndir eru hér með fyrri myndin tekin í dag við eyðibýlið Reykjanes og seinni myndin í gær af Lambanestanganum við Litlu-Ávík.Þetta eru frekar slæmar myndir en fjarlægðin er líka nokkur.