Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. desember 2013 Prenta

Kristján Andri gefur hljóðkerfi.

Hér má sjá Oddnýju S. Þórðardóttur oddvita og Elísu Ösp Valgeirsdóttur skólastjóra taka við gjöfinni.Mynd Valgeir Benidiktsson.
Hér má sjá Oddnýju S. Þórðardóttur oddvita og Elísu Ösp Valgeirsdóttur skólastjóra taka við gjöfinni.Mynd Valgeir Benidiktsson.
1 af 2

Mikill fengur barst sveitarfélaginu Árneshreppi og ekki síst Finnbogastaðaskóla í dag þegar Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður á Ísafirði, kom færandi hendi með nýtt hljóðkerfi sem sett verður upp í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Mikil þörf var á slíku kerfi en það mun nýtast við ýmis tækifæri s.s. þegar nemendur halda skemmtanir í félagsheimilinu, við veisluhöld, fundi eða aðra viðburði. Oddný Þórðardóttir oddviti og Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri þökkuðu Kristjáni Andra fyrir þessa höfðinglegu gjöf og óskuðu honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kristján Andri hefur gert mikið út frá Norðurfirði undanfarin ár og er farin að þekkja mannlífið hér vel og veit hvað vantar í skóla sveitarfélagsins og félagsheimili þess.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón