Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. september 2013
Prenta
Mastrið sett upp í Reykjaneshyrnu.
Nú í gær var nýtt fjarskiptamastur sett upp við fjarskiptastöð Mílu í Reykjaneshyrnu. Tvö vertakafyrirtæki sáu um verkið fyrir Mílu, en það er verktakafyrirtæki Græðir S/F sem kom með mastrið á dráttarbíl með krana og sá um að hífa mastrið á undirstöðuna. Síðan sá Rafholt EHF rafvertakafyrirtæki um uppsetningu og tengingar á örbylgjusendum (parabólum). Mastrið er 18.,metra hátt og á að bæta fjarskiptasambandið frá Hnjúkum við Blönduós, við Ávíkurstöðina í Reykjaneshyrnu í Árneshreppi.