Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. desember 2009
Prenta
Mikil snjókoma var í gær.
Það snjóaði aldeilis í gærdag frá því snemma um morguninn og framundir nónleytið.
Úrkoman mældist 29,0 mm eftir níu tíma,en sólarhringsúrkoman var í gær 37,0 mm,og þurfti veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík að mæla úrkomu tvisvar yfir daginn,því uppúr hádegi var úrkomamælibrúsinn orðin yfirfullur frá því klukkan níu um morguninn,og síðan var mælt aftur kl 18:00.
Þetta snjóaði allt í hægum vindi.
Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík man ekki eftir að hafa þurft að mæla úrkomu tvisvar yfir daginn síðan veðurathugun hófst í Litlu-Ávík í september 1995.
Snjódýpt í morgun var 48 cm í Litlu-Ávík.