Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. desember 2009
Prenta
Mikil veðurhæð var í gærkvöld.
Veður var mjög slæmt á aðfangadagskvöldið,það var orðið snarvitlaust veður um kl fimm á aðfangadag.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var kl 18:00 Norðan 28 m/s og uppí 31 m/s með hita um núll stigið og snjókomu.
Þetta var því rok og uppí ofsaveður ef farið er í þann mæliskalla.
Miklar rafmagnstruflanir voru frá því uppúr klukkan tuttugu um kvöldið og fram á miðnættið,alltaf að slá út eða koma inn.Sennilega verið ísingu og eða sjávarseltu um að kenna.