Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. febrúar 2005
Prenta
Myndir teknar fyrir Sjónvarpið -RÚV.
Jón G Guðjónsson í Litlu-Ávík tók myndir í spurningakeppnina Gettu Betur sem var í kvöld í Sjónvarpinu.Að sjálfsögðu mátti ekkert um þetta fréttast fyrr en eftir þáttinn.Jón var fengin til að taka myndir af Grásteini (Silfursteini) í landi Stóru-Ávíkur sem barst með hafís fyrir mörgum öldum.Andrés Yndriðason dagskrágerðamaður hélt að mynd væri til af Grásteini í safni Sjónvarps en svo var ekki og var haft samband við Jón til að taka myndir og tók hann átta myndir á stafræna myndavél og notaðar voru fjórar í þættinum og tókust mjög vel.