Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. mars 2009
Prenta
Netkosning hafin í Norðvesturkjördæmi.
Prófkjör er hafið hjá Samfylkingu í Norðvesturkjördæmi.
Prófkjörið er rafrænt og geta skráðir félagar í Samfylkingunni með lögheimili í kjördæminu kosið á netinu eða hjá umboðsmönnum í öllum helstu þéttbýliskjörnum. Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar um netkosninguna má fá á vef Samfylkingarinnar, www.xsnv.blog.is, hjá Eggerti Herbertssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í síma 617-8306 eða hjá Þórhildi Ólafsdóttur, kosningastjóra, 869-9999
11 eru í framboði. Sjá lista yfir frambjóðendur.