Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. október 2009 Prenta

Nýr lögreglubíll á Vestfirði.

Nýr og öflugur lögreglubíll kemur á Vestfirði.Mynd lögregluvefurinn.
Nýr og öflugur lögreglubíll kemur á Vestfirði.Mynd lögregluvefurinn.

Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra hefur afhent lögreglunni á Akureyri nýjan lögreglubíl af gerðinni Hyundai Santa Fe.  Kemur hann í stað Toyota Landcruiser sem bílamiðstöðin flytur á Ísafjörð til að leysa af hólmi sjö ára gamlan lögreglubíl sem nú fær nýtt hlutverk á Hvolsvelli.  Þaðan flytur bílamiðstöðin eldri lögreglubíl sem verður yfirfarinn og hafður til taks í sérstök verkefni í vetur.  Þá er verið að standsetja tvo nýja lögreglubíla sem fara á Blönduós og hinn á Suðurnes.

 

Það sem af er ári hefur bílamiðstöðin því afhent lögregluembættunum átta nýja lögreglubíla sem allir eru búnir vönduðum tækjum og búnaði í þágu löggæslunnar.  Lögreglan á Vestfjörðum fær nú öflugan bíl í umdæmið sem getur verið erfitt yfirferðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Steinstún-2002.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón