Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010
Prenta
Opnað norður í Árneshrepp.
Nú er Vegagerðin á Hólmavík að opna norður í Árneshrepp.
Mokað er sunnan frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur,en þangað var búið að opna norðanmegin í síðustu viku.
;Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni var þessi ákvörðun tekin vegna hversu góð veðurspá er framundan og snjó leysti mikið í síðustu viku og lítill snjór á veginum norður,annars gildir svonefnd G regla áfram;.
Hreppsbúar ættu því að komast í vegasamband seint í dag eftir talsverðan tíma eða síðan í janúar.