Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. apríl 2010 Prenta

Óvenjuleg póstferð.

Jón Halldórsson póstur.
Jón Halldórsson póstur.
1 af 2
Landpósturinn í Árneshreppi fór í talsvert lengri póstferð í dag en venjulega.

Ekkert var flogið til Gjögurs í gær sem var áætlunardagur og ekki stóð til að fljúga í dag vegna þess að Reykjavíkurflugvöllur var lokaður vegna öskuskýja í háloftum vegna gossins í Eyjafjallajökli.

En síðan var flogið seinnipartinn í dag.

Enn ákveðið var af Íslandspósti seint í gær að senda póstinn sem fer í Árneshrepp með póstbílnum sem fer með póstinn til Hólmavíkur og til Ísfjarðar síðastliðna nótt.

Enda var þetta orðin rúmlega vikugamall póstur,því engin póstur kom á sumardaginn fyrsta.

Jón Halldórsson póstur á Hólmavík kom svo á móti norðanpóstinum og mættust þeir í Bjarnarfirði.Þar var skipts á pósti og síðan þurftu nafnarnir og póstarnir Jón Halldórsson og Jón G Guðjónsson að rabba saman í smástund og tóku síðan myndir hvor af öðrum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
Vefumsjón