Rammaáætlun um nýtingu vatns og jarðhita.
Forgangsröðun í nýtingu vatnsafls og jarðhita er eitt af grundvallarmálum fyrir íbúa á Vestfjörðum.Eru virkjunarkostir á Vestfjörðum innan sjónmáls í þeirri forgangsröðun eða ekki.Ef ekki,hvaða aðgerða þarf þá að grípa til þess að samfélög og atvinnulíf á Vestfjörðum njóti sömu gæða og öryggis í raforkumálum líkt og aðrir landhlutar hafa haft um áratuga skeið.
Á vegum stjórnvalda hefur um tveggja ára skeið starfað verkefnisstjórn 2.áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði.Verkefnisstjórnin hefur fundað víða um land m.a. á Vestfjörðum og kynnt sér aðstæður og aflað viðamikilla upplýsinga.Skýrsla starfshópsins er nú tilbúin og upplýsinga og umsagnarferill hefst þann 8. mars n.k. og stendur til 19. apríl.Hefst sá ferill með kynningu skýrsla verkefnisstjórnar mánudaginn 8. mars n.k. og með fundi þriðjudaginn 9. mars kl 14.00 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands (áður Kennaraháskólinn) að Stakkahlíð í Reykjavík.Fundurinn verður einnig sendur út á netinu,hægt er að fylgjast með útsendingu á vef rammaáætlunar einnig verður boðað til funda víða um land í framhaldnu, verða þeir auglýstir síðar.
Tengill á vef rammaáætlunar er http://www.rammaaaetlun.is