Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. september 2013
Prenta
Réttað var í Melarétt í dag.
Leitað var nyrðra svæðið í gær og í dag,það er leitað var á föstudag norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina,í gær var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð,einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri,síðan var féið rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt. Það var Suðvestanátt og kaldi eða stinningskaldi báða dagana og gekk á með skúrum,en alveg stytt upp þegar réttað var. Að sögn leitarstjóra smalaðist nokkuð vel miðað við aðstæður en sæmilegasta skyggni var báða leitardagana. Fé var síðan dregið í dilka í Melarétt og rekið eða keyrt á vögnum á þá bæi sem áttu féið og lömb vigtuð.