Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2015
Prenta
Rok og miklar kviður.
Suðvestanáttin hefur verið þrálát nú síðustu daga. Í gærkvöld og í nótt og fram undir hádegið var hvassast,en nú um hádegið dróg úr vindi talsvert í bili,en áfram á að vera hvassviðri eða stormur. Klukkan sex í morgun voru 28 m/s og upp í 42 m/s í kviðum. En nú á hádegi var jafnavindur komin niður í 19 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Gífurleg hálka er á vegum og tún mjög svelluð,þótt talsvert hafi tekið upp. Ílla lítur út með flug á Gjögur næstu daga samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.