Fleiri fréttir

| föstudagurinn 18. júlí 2008 Prenta

Samfylkingarmenn í Árneshreppi

Þingmannadúett Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi í Kaffi Norðurfirði: Edda, Karl Valgarður, Guðbjartur, Guðlaugur.
Þingmannadúett Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi í Kaffi Norðurfirði: Edda, Karl Valgarður, Guðbjartur, Guðlaugur.
Þingmenn Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi eru nú á ferð um Árneshrepp. Guðbjartur Hannesson og Karl Valgarður Matthíasson hafa rætt við heimamenn og kynnt sér málefni sveitarfélagsins. Þá var formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, einnig á ferðinni og fór með Reimari Vilmundarsyni á Sædísinni norður Strandir.

Þeir Guðbjartur og Karl röbbuðu við gesti á Kaffi Norðurfirði, og voru vandlega settir inn í þau mál, sem helst þarfnast úrlausnar í sveitinni. Báðir sýndu þeir skilning á málum, og áhuga á úrbótum.

Guðbjartur, sem sæti á í fjárlaganefnd, sagði að ráðamenn þjóðarinnar stæðu nú frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun: Hvort auka ætti ríkisútgjöld með kraftmiklum framkvæmdum, eða draga saman seglin í kreppunni. Sjálfur væri hann eindregið þeirrar skoðunar að ríkissjóður, sem nú er skuldlaus, ætti að ráðast í verklegar framkvæmdir af stórauknum krafti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón