Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. janúar 2004
Prenta
Saumaklúbbarnir byrjaðir í Árneshreppi.
Fyrsti saumaklúbbur vetrarins var haldin á Krossnesi í gærkvöld.Þetta eru sérstakir saumaklúbbar að því leiti að karlmönnunum er boðið líka þeir taka í spil spila annað hvort brids eða vist enn konur sauma í eða eru með aðra handavinnu.Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast hér til margra áratuga og flestir taka þátt og halda klúbbkvöld á hverjum bæ og byrja yfirleitt í janúar og standa fram á vor eftir hvað fljótt er að komast hringinn sem fer eftir færð og veðri,enn oftast svona á hálfsmánaðarfresti.Þetta er eitt af því fáa sem er gert hér í þessari fámennu sveit til að koma saman,veisluhlaðborð eru alltaf hjá konunum að klúbbi loknum.