Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2014 Prenta

Síðasta áætlunarferð Strandafraktar.

Flutningabíll frá Strandafrakt.
Flutningabíll frá Strandafrakt.

Í dag er síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp. Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október. Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur. Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október. Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt  að venju í desember að sækja ull til bænda og koma aukaferð ef einhver sérstakur flutningur er. Nú í næsta mánuði koma allar vörur í Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði  með flugi á Gjögur,og póstur að venju.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón