Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019 Prenta

Sigursteinn varð að klippa á 81. Aldri.

Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
Sigursteinn við rúningu lambgimbra í dag.
1 af 2

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík varð að klippa (rýja) sitt fé eftir að maðurinn sem hefur klippt (rúið) fyrir hann mætti ekki. Sigursteinn hefur ekki klippt sjálfur undanfarin tvö ár. Gunnar Dalkvist fyrrum bóndi í Bæ hér í sveit hefur komið til hans að klippa, en neitaði að koma með flugi eins og hann gerði í fyrra þó, myndi aðeins koma á bíl enn ófært var. Það er ekki eins og hann sé á sínum eigin vegum, heldur hefði Sigursteinn borgað farið fram og til baka, og laun fyrir klippingu fésins. Eins og hann borgaði í haust. Enn bændur fá raunverulega ekkerrt fyrir þessa vetrar ull.

Sigursteinn fór því að klippa féið sjálfur sunnudaginn 10 mars og næstu daga með hléum, Björn bóndi Torfason á Melum kom svo föstudaginn 15 og klippti sjötíu rollur. Sigursteinn er með um 174 stykki á fóðrum, með hrútum og öllu saman. Sigursteinn klippti síðan lambgimbar í dag og hrúta. Mönnum hér í sveit finnst þetta slæmt mál þegar menn svíkja loforð sýn,og af mönnum sem vita hvað erfitt er og af fyrrum bónda hér í sveit.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
Vefumsjón