| miðvikudagurinn 23. júlí 2008
Prenta
Skemmtikvöld í Kaffi Norðurfirði
Á fimmtudagskvöldið verður glatt á hjalla í Kaffi Norðurfirði. Hilmar Hjartarson þenur harmónikkuna, Gísli Baldvin leikur á gítar og leynigestur með englarödd treður upp.
Grillinu verður lokað klukkan 20 og þá hefst gleðskapurinn. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Það er ekki hægt að tala um deyfð í félagslífinu í Árneshreppi, þó heyskapur standi yfir, því á föstudagskvöldið er hægt að fara og sjá sirkus í Djúpavík!