Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2020
Prenta
Snjóflóð féll í Urðunum.
Þegar Jón Guðbjörn póstur var að fara með póstinn norður á Norðurfjörð um eitt leitið var komið snjóflóð í Urðunum úr Gjánni í Stórukleifabrekkunni. Jón G hringdi í Ingólf Benediktsson sem sér um snjómokstur fyrir Vegargerðina í Árneshreppi, og kom hann strax og mokaði flóðið.
Snjóflóðið náði yfir veginn og var um 1.5 m til 2 m að hæð og um 5 metra breitt. Það er mjög algengt að falli snjóflóð úr þessari gjá stór og smá, og var þetta svona miðlungsflóð.