Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2004 Prenta

Stórhveli rak á fjöru Melabænda.

Skólastjóri og nemendur Finnbogastaðaskóla við hvalinn mikla.
Skólastjóri og nemendur Finnbogastaðaskóla við hvalinn mikla.
Mjög stóran hval rak á fjöruna beint fyrir neðan bæina á Melum við Trékyllisvík Björn bóndi Torfason segist hafa séð hvalinn strax þegar fór að birta í morgun.Björn lét Hafrannsóknarstofnun vita um hvalrekann enn ekki er vitað hvort þeir koma og mæla dýrið og taka síni.Þetta er talinn vera Búrhvalur.Ég fór og tók mynd af hvalnum um hádeigið og við Björn mældum dýrið sem reyndist vera 14 metrar og 50 sentimetrar að lengd enn um mannhæðar hátt þar sem hann liggur í fjörinni,hvalurinn er mjög heill og greinilegt að stutt er síðan hann drafst."Það er nú lítið gaman að fá þetta upp í fjöru þegar fer að hlína þá verður gífurleg pest frá hvalnum segir Björn bóndi á Melum".Ég læt mynd fylgja af hvalnum og svo skemmtilega vildi til að skólastjóri Finnbogastaðaskóla kom með nemendur sína að skoða hvalinn þegar ég var að taka eina af myndunum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón