Strandsól búin að reisa nýtt hús.
Björgunarsveitin Strandasól byrjaði að reisa stálgrindina að nýju húsi félagsins í byrjun síðasta mánaðar. Byrjað var að reisa stálbita í byrjun september og var þetta gert í áföngum á milli heimasmalana og leita. Síðan tókst að klæða húsið og setja hurðir og loka húsinu í lok september. Margir aðilar hafa komið að þessu verki bæði heimamenn og aðkomufólk,og vill Ingvar Bjarnason formaður Björgunarsveitarinnar Strandasólar koma þökkum til allra sem komu að þessari vinnu. Húsið er stálgrindahús og er keypt frá Hýsi- Merkur hf og allt efni er frá þeim. Húsið er 150 fermetrar að stærð. Strandasól varð fjörutíu ára á þessu ári,en Björgunarsveitin Strandasól var stofnuð af nokkrum bændum í Árneshreppi. Mikill þörf er á því að Björgunarsveitin geti haft allan sinn búnað á einum stað,en nú er öll inni vinna eftir í hinu nýja húsi.