Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. apríl 2012 Prenta

Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur safna meðmælendum í dag.

Mynd frá því að Þóra kynnti framboð sitt til forseta Íslands.
Mynd frá því að Þóra kynnti framboð sitt til forseta Íslands.

Í morgun hófu stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur söfnun meðmælenda um allt land vegna forsetaframboðs hennar. Um það bil 320 manns taka þátt, 100 á höfuðborgarsvæðinu og 220 út um land. Enn er fólk að bætast í hópinn. Stuðningsmennirnir komu saman á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Annars vegar í gömlu heilsuverndarstöðinni að Barónsstíg 47, en þar verður aðalkosningaskrifstofa framboðsins. Hins vegar hittist hópur á heimili Þóru og Svavars Halldórssonar í Hafnarfirði. Á báðum stöðum var boðið upp á morgunkaffi með heimabakstri sem stuðningsmenn lögðu til. Skipulögð söfnun meðmælenda verður á a.m.k. 51 stað á landinu í dag og stuðningsmenn Þóru fara um flest sveitarfélög. Þeir verða við verslanir, á bensínstöðvum, á bryggjunni - hvar sem fólk kemur saman. Vestfirska verslunin við Silfurtorg á Ísafirði er einn þeirra staða sem verður að að nokkurs konar kosningaskrifstofu í dag og þar verður tónlistarflutningur og heitt á könnunni. Á nokkrum stöðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar, er í boði súpa eða annað góðgæti í heimahúsum og meðmælendalistar liggja þar frammi. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Frá brunanum.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Mundi í gatinu.
Vefumsjón