Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. nóvember 2022
Prenta
Þriggajafasa jarðkapall tengdur.
Nú í dag voru Orkubúsmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík að tengja þriggjafasa jarðkapalinn við kerfið hér í Árneshreppi. Jarðkapall og ljósleiðari var lagður í jörðu frá Djúpavík, um Reykjarfjörð og yfir Naustvíkurskörð og til Trékyllisvíkur í spennistöðina við Bæ í sumar. Áður var búið að leggja á bæi í Trékyllisvík og Ávíkur bæina og á Gjögursvæðið, einnig var búið að leggja þriggjafasa streng til Mela.
Samkvæmt Orkubúinu er stefnt að því að leggja þriggjafasa rafmagn frá Melum og til Norðurfjarðar næsta sumar.
Nú geta þessir sem komnir eru með þriggjafasa streng að húsum sínum farið að taka inn þriggjafasa rafmagnið.