Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2008
Prenta
Tilraunaholan við Ytra Skarð lofar góðu.
Að sögn Hauks Jóhannessonar jarðfræðings:
Er nú verið að þreifa fyrir sér um hvort jarðhita sé að finna við sunnanverða Trékyllisvík. Þar er enginn náttúrulegur jarðhiti á yfirborði. Boraðar hafa verið tvær grunnar hitastigulsborholur. Önnur er á svonefndu Ytraskarði í landi Stóru-Ávíkur og hin er skammt norðan við Mela-bæina. Markmiðið með þeim er að mæla hvernig hiti eykst með dýpi. Holan í landi Stóru-Ávíkur lofar nokkuð góðu. Í henni mældist hitastigull vera 108°C/km en á þessu svæði má búast við að við eðlilegar aðstæður væri hitastigull um 50°C/km. Stigullinn er því töluvert hærri en búast mátti við. Oft hefir tekist að finna heit vatn þar sem hitastigull er hár þótt ekkert vatn sé á yfirborði. Aftur á móti fór holan á Melum í gegnum köld vatnskerfi og gefur því engar áreiðanlegar niðurstöður. Af þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir þá er skynsamlegt að kanna betur hvort heitavatnskerfi sé í grennd við holuna í Stóru-Ávík.
Bormennirnir á vegum Árna Kópssonar eða Vatnsborunar ehf eru nú í fríi.
Er nú verið að þreifa fyrir sér um hvort jarðhita sé að finna við sunnanverða Trékyllisvík. Þar er enginn náttúrulegur jarðhiti á yfirborði. Boraðar hafa verið tvær grunnar hitastigulsborholur. Önnur er á svonefndu Ytraskarði í landi Stóru-Ávíkur og hin er skammt norðan við Mela-bæina. Markmiðið með þeim er að mæla hvernig hiti eykst með dýpi. Holan í landi Stóru-Ávíkur lofar nokkuð góðu. Í henni mældist hitastigull vera 108°C/km en á þessu svæði má búast við að við eðlilegar aðstæður væri hitastigull um 50°C/km. Stigullinn er því töluvert hærri en búast mátti við. Oft hefir tekist að finna heit vatn þar sem hitastigull er hár þótt ekkert vatn sé á yfirborði. Aftur á móti fór holan á Melum í gegnum köld vatnskerfi og gefur því engar áreiðanlegar niðurstöður. Af þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir þá er skynsamlegt að kanna betur hvort heitavatnskerfi sé í grennd við holuna í Stóru-Ávík.
Bormennirnir á vegum Árna Kópssonar eða Vatnsborunar ehf eru nú í fríi.