Undirbúningur fyrir Stefnumót á Ströndum gengur vel.
Dagskrá Stefnumóts á Ströndum 29. ágúst
10:00
Strandamenn hlaupa til móts við íbúa úr Reykhólahreppi um Arnkötludalsveg þar sem þeir mætast á miðri leið með vinakveðju til hvor annarra. Við opnun vegarins í haust þá opnast ný tækifæri til að efla tengsl og samstarf milli íbúa á þessum tveimur svæðum.
13:00 - 18:00
Opnun sýningar:
* Yfir 60 aðilar kynna starfsemi sína, verkefni og framtíðaráform á sýningunni
* Fjórir ættliðir Strandamanna reisa vörðu til framtíðar meðan á sýningu stendur, Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson. Allir þeir sem koma að sýningunni leggja stein í vörðuna úr sinni heimasveit.
* Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir eftir Ágúst G. Atlason opnuð á áhorfendapöllum félagsheimilisins.
14:00
Hátíðardagskrá:
Tónskólinn á Hólmavík flytur tónlistaratriði.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verndari sýningarinnar, flytur hátíðarávarp.
Systurnar á Melum í Trékyllisvík flytja söngatriði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, flytur ávarp.
Ása Ketilsdóttir, Laugalandi, kveður lausavísur.
Galdramaður á Ströndum les vinakveðju úr Reykhólasveit.
Bjarni Ómar flytur frumsamda tónlist.
16:00 - 18:00
Hólmadrangur býður sýningargestum í heimsókn.
18:00
Café Riis opnar húsið fyrir veislu kvöldsins.
Veisluhlaðborð: Lambalæri, humar, reyktur lax og fleiri glæsilegir réttir. Borðapantanir í síma 616 9770.
Bjarni Ómar spilar undir borðhaldi og frameftir kvöldi.
Stefnumót á Ströndum, atvinnu- og menningarsýning, verður opin til 15. september.
Frá þessu er sagt á www.strandir.is