Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2009 Prenta

Undirbúningur fyrir Stefnumót á Ströndum gengur vel.

Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund.
Undirbúningur fyrir Stefnumót á Ströndum, atvinnu- og menningarsýningu, gengur vel, en hún verður opnuð laugardaginn 29. ágúst með mikilli dagskrá í félagsheimilinu á Hólmavík. Meðal annars er ætlunin að hlaupa með vinakveðjur um Arnkötludal og hlaða vörðu til framtíðar. Á sýningunni sjálfri verða yfir 60 aðilar, stofnanir, fyrirtæki og félög sem kynna starfsemi sína og heilmikil hátíðardagskrá verður kl. 14:00 á laugardeginum. Allir sem bera einhverjar taugar til Stranda eða Strandamanna eru hvattir til að láta sjá sig og taka þátt í fjörugri helgi þar sem heimamenn sína allt það besta sem þeir hafa upp á að bjóða.  Dagskráin fylgir hér að neðan:

Dagskrá Stefnumóts á Ströndum 29. ágúst

10:00
Strandamenn hlaupa til móts við íbúa úr Reykhólahreppi um Arnkötludalsveg þar sem þeir mætast á miðri leið með vinakveðju til hvor annarra. Við opnun vegarins í haust þá opnast ný tækifæri til að efla tengsl og samstarf milli íbúa á þessum tveimur svæðum. 

13:00 - 18:00
Opnun sýningar:
* Yfir 60 aðilar kynna starfsemi sína, verkefni og framtíðaráform á sýningunni
* Fjórir ættliðir Strandamanna reisa vörðu til framtíðar meðan á sýningu stendur, Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson. Allir þeir sem koma að sýningunni leggja stein í vörðuna úr sinni heimasveit. 
* Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir eftir Ágúst G. Atlason opnuð á áhorfendapöllum félagsheimilisins. 

14:00
Hátíðardagskrá:
Tónskólinn á Hólmavík flytur tónlistaratriði.
 Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verndari sýningarinnar, flytur hátíðarávarp.
Systurnar á Melum í Trékyllisvík flytja söngatriði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, flytur ávarp.
 Ása Ketilsdóttir, Laugalandi, kveður lausavísur.
Galdramaður á Ströndum les vinakveðju úr Reykhólasveit.
 Bjarni Ómar flytur frumsamda tónlist.

16:00 - 18:00
Hólmadrangur býður sýningargestum í heimsókn.

18:00
Café Riis opnar húsið fyrir veislu kvöldsins.
Veisluhlaðborð:  Lambalæri, humar, reyktur lax og fleiri glæsilegir réttir. Borðapantanir í síma 616 9770.
Bjarni Ómar spilar undir borðhaldi og frameftir kvöldi.  

Stefnumót á Ströndum, atvinnu- og menningarsýning, verður opin til 15. september. 
Frá þessu er sagt á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Söngur.
  • Fell-06-07-2004.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón