Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. október 2009 Prenta

Uppfærður staðalisti háhraðanetsverkefnisins til 20. október 2009.

Fjarskiptastöðin í Árneshreppi.
Fjarskiptastöðin í Árneshreppi.

Fjarskiptasjóður hefur nú uppfært staðarlista vegna háhraðanetsverkefnisins.
Á vef þeyrra segir að staðir geta fallið út eða komið inn í verkefnið á samningstímanum.

Leiðréttingar hafa verið gerðar þar sem að mistök við afmörkun markaðssvæða fyrir undirritun samnings voru leiðrétt.

Staðir sem bættust við verkefnið stuttu fyrir undirritun samnings voru sumir óyfirfarnir og þá hefur þurft að yfirfara og í sumum tilfellum að leiðrétta skráningu. Staðir hafa hreinlega gleymst og þ.a.l. verið bætt á listann eða þeir ekki uppfyllt skilyrði um búsetu og því verið teknir af listanum. Breyting á búsetu á samningstímanum kallar á stöðuga endurskoðun listans. Farið verður sérstaklega yfir staðalista hvers verkáfanga áður en uppbygging hans hefst. Fjarskiptasjóður áskilur sér rétt til breytinga á staðalista eftir þörfum.

 Staðarlisti ásamt breytingum verður uppfærður reglulega á vef fjarskiptasjóðs.
Listann má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
Vefumsjón