Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. mars 2010
Prenta
Varakerfið lagað í Símstöðinni í Litlu-Ávík.
Í gær komu menn frá Símanum og skiptu um rafgeyma og afriðla í símstöðinni í Litlu-Ávík.(Trékyllisvík) og luku því í dag.
Þegar rafmagn fór af Árneshreppi hefur allt símakerfi og 3 G kerfið dottið út sem á ekki að gerast,því varakerfi á að taka við,það er byggt upp á rafgeymum sem eiga að duga í alllangan tíma,og einnig er keyrt inná þá frá Litlu-Ávík með dísil rafstöð þegar rafmagn fer af,enn það var í lagi með það kerfi.
Nú kom í ljós að rafgeymar voru ónýtir af því komu símar ekki inn sjálfkrafa eftir að rafmagn kom á aftur,heldur varð að handsetja það inn.
Síðar verður bætt við fleiri rafgeymum og sett annað sett,því álag hefur þrefaldast með tilkomu 3G kerfisins.
Símstöðin er keyrð á 48 voltum D.C (jafnstraum).