Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. ágúst 2022 Prenta

Veðrið í Júlí 2022.

Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.
Oft var þokusúld eða þokuloft eða þoka í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum með lítilsáttar súld og þokulofti. 6 og 7 var vindur austlægur, enn síðan vestlægur með rigningu, hlítt. 8 og 9 var norðlæg vindátt með rigningu. Þann 10 og 11 var suðlæg vindátt, síðan norðlæg, smá væta og síðan þokumóða í norðanáttinni. Þann 12 var norðan stinningskaldi með súld og kalt í veðri. 13 og 14 var hægviðri og hlýtt í veðri. Frá 15 til 25 voru hægar hafáttir, oft með þoku og þokusúld, oft kalt í veðri en hlýrra þegar birti upp á milli. Frá 26 til 28 var suðlæg vindátt með rigningu eða skúrum, hlýtt í veðri. Frá 29 til 31 var norðlæg vindátt með súld eða rigningu. Fremur svalt.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 42,8 mm. (í júlí 2021: 44,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur mældist þann 13: +16,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 6: +3,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,7  (í júlí  2021: +8,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +6,0 stig. (í júlí 2021 +8,22 stig.)

Sjóveður: Ágætis sjóveður var meiri hluta mánaðarins, gráð sjólítið eða dálítill sjór. Slæmt sjóveður var dagana, 7, 12, 13, 28, 29, 30 og 31. Það var dálítill sjór, talsverður sjór eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Norðan, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld, úrkomulaust þ.1 og 4. Hiti +6 til +11 stig.

6-7: Austan gola, síðan VSV stinningskaldi, rigning, hiti +3 til +15 stig.

8-9: Norðan,NV, stinningsgola, kul, rigning, hiti +5 til +14 stig.

10-11: Sunnan stinningsgola í fyrstu, síðan norðan kul, stinningsgola, skúrir þ.10. Þokumóða þ. 11. Hiti +8 til +14 stig.

12: Norðan stinningskaldi, kaldi, súld, hiti +5 til +7 stig.

13: Suðvestan kul, gola, síðan N gola, úrkomulaust, hiti +4 til +16,5 stig.

14: Breytileg vindátt kul eða gola, skúrir, hiti +7 til +12 stig.

15-25: Norðan, NV, NV, andvari, kul, gola, stinningsgola, þoka, þokumóða, súld, rigning, hiti +4 til +12 stig.

26-28: Suðaustan kul, gola, stinningsgola, síðan SV kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti +8 til 16 stig.

29-31: Norðan, NV, gola, stinningsgola, súld, rigning, hiti +6 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Mundi í gatinu.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón