Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júní 2022 Prenta

Veðrið í Maí 2022.

Þann 11 snjóaði talsvert.
Þann 11 snjóaði talsvert.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1-4 voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða slyddu. 5 til 7 voru suðlægar vindáttir með slyddu, snjókomu eða éljum. Frá 8 til 14 voru norðlægar vindáttir með kuldatíð, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 15 fór loks að hlýna í veðri í bili með hægviðri. Frá 17 til 27 voru norðlægar vindáttir oft með súld eða rigningu og köldu veðri. Þann 28 fór að hlýna vel í veðri, samt með norðlægum vindáttum,(innlögn), hægviðri og svölu veðri á nóttinni þegar léttskýjað var.

Ræktuð tún voru farin að taka aðeins við sér um 20 þrátt fyrir kuldatíð.

Mánuðurinn einkenndist af kuldatíð fram í miðjan mánuð og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  119,0 mm.(í maí 2021: 8,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 29: +14,5 stig.

Mest frost mældist þann 5: -3,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,7 stig. (í maí 2021:+3,3 stig. )

Meðalhiti við jörð var +0,63 stig. ( í maí 2021: -0,19 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var dagana 6, 7, 8, 15, 16, 17, 18, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31. Ládautt, Gráð eða dálítill sjór. Annars slæmt sjóveður, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann. Þann 14: 14 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Norðan, NA, kaldi, stinningskaldi, snjóél, snjókoma, slydda, úrkomulaust þ.2. Hiti -2 til +5 stig.

5-7: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, slydda, él, hiti -4 til +8 stig.

8-14: Norðaustan, N, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, slydda, snjókoma, snjóél, hiti frá +5 niður í -2 stig.

15-16: Norðan eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning, úrkomulaust þ.16. Hiti +3 til 11 stig.

17- 27: Norðan, kul, gola,stinningsgola, kaldi, þoka, súld, rigning, hiti frá +2 til +7 stig.

28-31: Norðan kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust 28, 29 og 30, rigning þann 31. Hiti +1 til +14,5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
Vefumsjón