Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2020 Prenta

Veðrið í Október 2020.

Heiðskírt var allan þriðjudaginn 15. Séð til Norðurfjarðar.
Heiðskírt var allan þriðjudaginn 15. Séð til Norðurfjarðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu tvo daga mánaðarins, með rigningu í fyrstu síðan þurrt. Síðan var norðan þann þriðja með súld. Frá 4 til 7 voru hægar suðlægar eða breytilegar vindáttir, með rigningu 6 og 7. Þá var ákveðin norðanátt 8 og 9 með rigningu. Hægar breytilegar vindáttir voru 10 til 11 með lítilsáttar rigningu. 12 til 17 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Þann 18 kólnaði með norðlægri vindátt í tvo daga. Þá var hæg suðlæg vindátt 20 og 21. Frá 22 til 30 var ákveðin austlæg vindátt oft allhvasst eða hvassviðri og rigning með köflum. 31 var suðlæg vindátt með lítilsáttar rigningu.

Úrkomusamara var fyrri hluta mánaðarins en seinni hluta. Ekkert snjóaði á lálendi í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 81,2 mm. (í október 2019: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 14.+11,9 stig

Mest frost mældist þann 20. -0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var ?(október 2019: +4,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +2,01 stig. (í október 2019: +1,26 stig.)

Sjóveður. Það má segja að sjóveðrið hafi skipts í tvo hluta, sæmilegt eða slæmt: Gott eða sæmilegt var dagana, það er gráð, sjólítið eða dálítill sjór. 3, 4, 5, 6, 7, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 20, 21, 22, 31. Annars slæmt, talverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 31 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann. Ekkert snjóaði á lálendi.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðaustan,stinningsgola, gola, kul, rigning um morguninn þ.1. annars úrkomulaust, hiti +0 til +7 stig.

3: Norðan stinningsgola, gola, súld, hiti +3 til +5 stig.

4-7: Sunnan, SA, SV, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust þ.4 og 5. Annars rigning, hiti +2 til +7,5 stig.

8-9: Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +4 til +7,5 stig.

10-11: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning en úrkomulaust þ.10. hiti +1 til +8,5 stig.

12-17: Suðvestan, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvasst eða hvassviðri, um tíma þ.14. lítilsáttar skúrir eða rigning, en úrkomulaust 13 og 15, hiti +3 til +12 stig.

18-19: Norðan, NA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, gola, súld, skúrir, hiti +3 til +7 stig,

20-21: Sunnan, SSV, SA, kul eða gola, úrkomulaust þ. 20. En lítilsáttar rigning þ.21. hiti -0,4 til +5 stig.

22-30: Austnorðaustan, NA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri þ.24 og 28. Úrkomulaust 24, 26, 27, 28. Annars rigning. Hiti +2 til +7,5 stig.

31: Sunnan, SA, stinningsgola, síðan gola,rigning, hiti +1 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gjögur-05-07-2004.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
Vefumsjón