Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2022 Prenta

Veðrið í Október 2022.

Örkin alhvít 10-10.
Örkin alhvít 10-10.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan hvassviðri með rigningu. 2 og 3 voru suðlægar vindáttir með rigningu. Þann 4 gerði norðan áhlaup með rigningu á laglendi, en slyddu eða snjókomu á hálendi, norðlæg átt var fram til sjöunda, en minni vindur. Þann 8 var austanátt með rigningu. Þann 9 gekk í norðan hvassviðri með slyddu eða rigningu á lálendi, enn snjókomu til fjalla. Norðanáttin gekk svo niður þann 10. Þann 11 var suðaustan hægviðri með talsverðri rigningu. Þann 12 var suðvestan kaldi, síðan hægari, skúrir. 13 til 16 var norðanátt með kalda og uppí hvassviðri, með rigningu, slyddu og snjókomu, festi snjó á láglendi. Þann 17 var hægviðri og úrkomulaust. 18 og 19 var suðvestan kaldi og uppí allhvassan vind og þurru veðri. Þann 20 var hægviðri og úrkomulaust. Og þann 21 var norðaustan kaldi í fyrstu og rigning. 22 og 23 var hæg austlæg vindátt með þurru veðri. 24 til 27 var norðlæg vindátt með lítiláttar súld. 28 og 29 var suðvestan kaldi með úrkomulausu veðri. Þann 30 var suðlæg vindátt og síðan NV með rigningu. Þann 31 var suðlæg vindátt í fyrstu með rigningu, og síðan norðan með súld.

Nokkuð úrkomusamt var fram í miðjan mánuð, eða 115 mm. (Frá 1 til 15.)

Mæligögn:

Úrkoman mældist 125,7 mm. (í október 2021: 144,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 2: +10,2 stig.

Mest frost mældist þann 17: -2,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,1 stig.  (í október 2021: +3,5 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,47 stig. (í október 2021: +0,67 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var oftast slæmt í mánuðinum, þó voru nokkrir dagar sæmilegir, 18, 19, 20, 23, 27, 28, 29, 30. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt eða vont eða ekkert sjóveður, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 16: 2 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan, ANA, allhvasst, rigning, súld, hiti +6 til +8,5 stig.

2-3: Suðvestan, S, rigning, skúrir, hiti +6 til +10 stig-

4-7: Norðan, NA, NNV, allhvasst, hvassviðri, stormur, stinningskaldi, kaldi, rigning, hiti +2 til +7 stig.

8: Austan ANA, stinningskaldi, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +4 til +5 stig.

9-10: Norðan allhvasst, hvassviðri, stinningskaldi, gola, slydda, rigning, úrkomulaust þ.10. Hiti +1 til +3 stig.

11: Suðaustan kul, rigning, hiti frá -1 til +6 stig.

12: Suðvestan, kaldi, stinningsgola, síðan gola, skúrir, hiti +4 til +6,5 stig.

13-16: Norðan, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri,skúrir, rigning, slydda, snjókoma, hiti +1 til +4 stig.

17: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, úrkomulaust, frost frá -2 stig uppí +4 stiga hita.

18-19: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, úrkomulaust, hiti +1 til +7,5 stig.

20: Breytileg vindátt, gola, úrkomulaust, hiti +2 til 7 stig.

21: Norðaustan, NNA, NV, kaldi, stinningsgola, kul, rigning, skúrir, hiti +2 til +5 stig.

22-23: Suðaustan eða breytileg vindátt, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti frá -1 til +7 stig.

24-27: Norðan, NAN, NV, gola, stinningsgola, kaldi, súld, úrkomu vart þ.24 og 26. Hiti +1 til +5 stig.

28-29: Suðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +1 til +7 stig.

30: Sunnan, SSA, kul í fyrstu, síðan NV, gola, rigning, hiti +1 til +4 stig.

31: Breytileg vindátt í fyrstu, kul, rigning, síðan norðan gola og súld, hiti +3 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón