Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. janúar 2010 Prenta

Veðurstöðin á Gjögurflugvelli komin í lag.

Sigvaldi Árnason stillir allt inn með tölvu.
Sigvaldi Árnason stillir allt inn með tölvu.
Eins og kom fram hér á vefnum í desember síðastliðin var sagt frá því að sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli væri biluð og sendi bara stundum og sýndi ekki rétt hitastig.

Í gær kom maður frá Veðurstofu Íslands með áætlunarvélinni og tókst að laga stöðina.

Sigvaldi Árnason verkfræðingur hjá VÍ sem kom norður og sér um sjálfvirkar stöðvar Veðurstofu Íslands,sagði að tvennt hefði getað ollið þessu það er spennibreytir og batterí,en skipt var um hvort tveggja.

Nú er stöðin komin í lag og sendir stöðugt á klukkutímafresti.

Flugvél Ernis beið á meðan unnið var að viðgerð sem tók nú ekki langan tíma.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón