Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. janúar 2009 Prenta

Vefur Veðurstofunnar í úrslit.

Vefurinn bb.is á Ísafirði er einn af mörgum sem nýtir sér Iframe-þjónustu Veðurstofunnar.
Vefurinn bb.is á Ísafirði er einn af mörgum sem nýtir sér Iframe-þjónustu Veðurstofunnar.

SVEF, Samtök vefiðnaðarins, hafa birt lista yfir þau vefsetur sem dómnefnd vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita í keppninni um besta vefinn árið 2008.

Flokkarnir eru sex talsins og fimm vefir hafa verið valdir í úrslit í hverjum flokki. Vefur Veðurstofunnar er í flokknum Vefir í almannaþjónustu.

Ein af meginviðbótum við vefinn á síðasta ári var iframe-þjónusta sem Veðurstofan býður upp á. Þjónustan gerir vefstjórum kleift að birta veðurupplýsingar án fyrirhafnar á vefjum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis.

Vefverðlaunin 2008 verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30. janúar næstkomandi.

Vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefurinn í flokknum Vefir í almannaþjónustu árið 2007.

Þetta kemur fram á hinum frábæra vef Veðurstofu Íslands. www.vedur.is 

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
Vefumsjón