Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. desember 2009
Prenta
Vefurinn strandir.is varð 5 ára þann 20 desember.
Á sunnudaginn 20 desember voru fimm ár síðan vefurinn strandir.is var opnaður formlega, þann 20. desember 2004, og var þá kynntur sem jólagjöf til allra Strandamanna nær og fjær. Á þessum tíma hafa fjölmargar og fjölbreytilegar fréttir og greinar verið settar inn á vefinn og margir lagt honum lið með því að senda myndir og efni. Vefurinn er í eigu Sögusmiðjunnar og Jón Jónsson á Kirkjubóli hefur ritstýrt honum frá upphafi. Með Jóni í ritstjórn eru Sigurður Atlason og Arnar S. Jónsson.Í frétt um formlega opnun vefjarins frá 20.desember 2004 segir:
"Stefnan er að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður."
Vefstjóri Litla-Hjalla óskar þessum nágranna sínum,www.strandir.is
til hamingju með árangurinn og afmælið.
"Stefnan er að skapa skemmtilegan og spennandi fréttavef fyrir svæðið sem verður notaður sem allra víðast. Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, framkvæmdum og framförum á Ströndum, eflingu byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og jákvætt að lifa og starfa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður."
Vefstjóri Litla-Hjalla óskar þessum nágranna sínum,www.strandir.is
til hamingju með árangurinn og afmælið.