Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. nóvember 2023 Prenta

Vegagerðin ætti að skammast sín. GRINDAVÍK MUN STANDA.

VEGAGERÐIN MÁLAÐI YFIR VEGVÍSI TIL GRINAVÍKUR.Þetta fór ílla í Grindvíkinga. MYND MBL.IS.
VEGAGERÐIN MÁLAÐI YFIR VEGVÍSI TIL GRINAVÍKUR.Þetta fór ílla í Grindvíkinga. MYND MBL.IS.

Þetta er ljótt af Vegagerðinni að strika yfir nafn Grindavíkur á vegskilti við gatnamót Reykjarnesbrautar og Grindavíkurvegar í gær. Þetta er framkoma sem á ekki að eiga sér til staðar af opinberri stofnun.

Ég bjó í Grindavík í tæp átta ár, á árum áður og hefði sko orðið brjálaður að sjá þetta og hefði gert það sama og þessi vissi björgunarsveitar maður gerði að afmá þetta af skiltinu. Hann á hrós fyrir. Vers af öllu er að vinur minn G Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og fyrrum fréttamaður ;sagði í viðtali í frétt MBl.ÍS. Að þetta hafi verið eðlileg framkvæmd af okkar starsfsmönnum vegna hættu. Samt eru lokunarpóstar rétt þegar komið er inná Grindavíkurveg.'

Þetta hefur farið mjög ílla í Grindvíkinga sem von er.

Grindavík er ekki úr sögunni, hún er í hættu enn ekki úr byggð og er til og mun verða til hvað sem Vegagerðarmenn gera. Grindvíkingar þurfa Stuðning EN Ekki Svona Lagað.

Ætlar Vegagerðin að mála yfir vegskilti í vetur til bæja sem ófært er til í vetur og strika viðkomandi bæjarfélög alveg út úr sínum kortum.

GRINDAVÍK MUN STANDA EFTIR ÞESSAR HAMFARIR.

BARÁTTUKVEÐJA TIL YKKAR GRINDVÍKINGAR.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón