Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. desember 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum í jólavikunni.

Nokkur umferðaóhöpp og eldur í báti í nýliðinni viku.
Nokkur umferðaóhöpp og eldur í báti í nýliðinni viku.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum.  Skemmtanahald var með hefðbundnum hætti um hátíðarnar og þurfti lögregla að hafa talsverð afskipti af fólki vegna ölvunar, pústrar og ágreiningur  var meðal annars sem lögregla þurfti að hafa afskipti af.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu þann 23 des  var minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki.  þann 25 des var ekið á ljósastaur á Óshlíð, talsverðar skemmdir á bifreið og einnig á staurnum, ekki slys á fólki.  Þá varð minniháttar óhapp á Hólmavík þann 27 des, bakkað á bifreið.

Á jóladagsmorgun var tilkynnt um eld í vélbátnum Valbirni ÍS 307, þar sem báturinn lá í Ísafjarðarhöfn.  Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir eld í stýrishúsi bátsins og eftir að gluggi brotnaði í stýrishúsinu náðu þeir að slökkva eldinn með handslökkvitækjum, skömmu áður en slökkviliðið á Ísafirði kom á vettvang.  Einhverjar skemmdir urðu vegna elds og reyks og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Á aðfangadag milli kl. 17 og 18 var lögregla og sjúkralið kallað til Bíldudals vegna slys í heimahúsi, þar hafi lítið barn dottið niður stiga milli hæða og fengið slæmt höfuðhögg.  Veðrið á aðfangadag var afleitt, mikil ofankoma og skafrenningur, vegurinn frá Patreksfiðri til Bíldudals kolófær,  Þurfti því að kalla út moksturstæki frá Vegagerðinni til að fylgja lögreglu og sjúkrabíl á vettvang og milli kl. 21 og 22 var komið aftur til Patreksfjarðar, þar sem barnið var lagt inn til skoðunar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
Vefumsjón