Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2012.

Nokkur snjóalög voru um miðjan mánuð og til 23.Mynd tekin 18-03-2012.
Nokkur snjóalög voru um miðjan mánuð og til 23.Mynd tekin 18-03-2012.
1 af 3

Veðrið í Mars 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir eða suðlægar vindáttir voru ríkjandi í mánuðinum að mestu fram til 14. Frá 15 og framá 18 voru Norðlægar vindáttir. 19 til 21 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar. Þann 22 snérist til Suðaustlægra eða suðlægra vindátta með hlýindum sem má segja að hafi staðið út mánuðinn,en suðvestlægar vindáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Mánuðurinn verður að teljast nokkuð hlýr,og mun hlýrri en mars mánuður 2011. Samt voru nokkur snjóalög frá miðjum mánuði og fram til 23. Auð jörð á láglendi var talin síðustu fjóra daga mánaðarins.

Suðvestan hvassviðri eða stormur var frá kvöldinu 10 og fram til 11,með kviðum í 40 m/s. Einnig gerði S og síðan SV storm og rok frá seinniparts dags þann 26. og fram á 27. með kviðum sem fóru í 41 m/s. Ekki er vitað um neitt alvarlegt tjón í þessum veðrum. Talsvert snjóflóð féll úr Urðarfjalli í svonefndum Urðum efst í Stórukleifabrekku laust eftir hádegi þann 19. Snjóflóðið var um 2,50 m að hæð og 10 til 11 metra breitt. Algengt er að snjóflóð falli þarna en þetta var með stærra móti. Einnig var talsvert um snjóflóð á Kjörvogshlíðinni  inn með Reykjarfirðinum.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-11:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola og uppí kalda eða stinningskalda,en frá kvöldinu 10 til 11 var hvassviðri eða stormur,skúrir,él,slydda eða snjókoma,hiti frá +9 stigum niðri -3 stig.

12:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan NA kaldi með snjókomu aðfaranótt 13.Frost -1 til -3 stig.

13-14:Suðlægar vindáttir eða breytilegar kul,stinningsgola,kaldi,snjókoma,skúrir,él,hiti +5 til 3 stig.

15-17:Norðaustan og austan síðan N,kaldi,síðan kul þ.16 ,en gola stinningsgola þ. 17,snjókoma frost -0 til -7 stig.

18:Breytilegar vindáttir,gola þurrt í veðri,frost -4 til -12 stig.

19:Austlæg átt með golu í fyrstu síðan SV allhvass,snjókoma,slydda,rigning,hiti -5 til +4 stig.

20:Breytilegar vindáttir andvari,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,hiti frá 0 til +3 stig.

21:Suðvestan allhvass eða hvassviðri um morguninn síðan kaldi,stinningsgola,hiti frá +4 niðri 1 stig.

22:Suðaustan gola,snjókoma síðan rigning,hiti frá -1 stigi uppí +2 stig.Hlýnandi veður.

23-24:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri hiti +0 til +9 stig.

25-29:Mest Suðvestanáttir stinningsgola,en hvassviðri eða stormur 26 og 27,síðan allhvass eða stinningskaldi,rigning eða skúrir,þurrt þ.29.hiti +2 til +12 stig.

30:Vestan stinningsgola síðan Austan stinningsgola,súld,hiti +6 til 0 stig.

31:Suðvestan stinningsgola í fyrstu síðan N gola með súld um kvöldið,hiti +6 neðri +1 stig,kólnandi.

 

Úrkoman mældist 92,7 mm. (í mars 2011:63,8 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist 11,1 stig þann 26.

Mest frost mældist  12,0 stig aðfaranótt 18.

Alhvít jörð var í  15 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 4 daga.

Mesta snjódýpt mældist 38 cm þann 19.

Meðalhiti við jörð var -1,47 stig.(í mars 2011: -4,96 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en margir dagar sæmilegir á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litli-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
Vefumsjón