Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. febrúar 2012 Prenta

Hraun á Skaga hætt sem mönnuð veðurathugunarstöð.

Hraun á Skaga.Mynd Elvar Ástráðsson, starfsmaður Veðurstofunnar.
Hraun á Skaga.Mynd Elvar Ástráðsson, starfsmaður Veðurstofunnar.
Samkvæmt heimildum frá Veðurstofu Íslands var hætt veðurathugunum á Hrauni á Skaga nú um áramótin síðustu. Veðurathugun hefur verið þar allt frá árinu 1952 og út árið 2011. Einhverjar mælingar fóru þar fram áður á árunum 1942 til 1952 þá aðallega á vindi. Heimild Saga Veðurstofa Íslands gefin út 1999 vegna áttatíu ára afmælis Veðurstofu Íslands.

´‘Þetta er mjög slæmt að missa þessa veðurstöð segir Þóranna Pálsdóttir verkefnastjóri veðurgagnaúrvinnslu hjá Veðurstofu Íslands,en veðurathugunarmaðurinn þar hefur oft beðið um lausn frá störfum og varð það úr nú um síðastliðin áramót,enn þar munu úrkomumælingar fara fram áfram og snjódýptarmælingar og Hraun mun því halda áfram sem úrkomustöð, einnig er þar sjálfvirk veðurathugunarstöð með vindstefnu og vindhraða og hitastigi. Einnig segir Þórunn að slæmt sé að missa athuganir á skyggni og skýjahæð frá þessu svæði. Stöðin þjónaði sjómönnum með sjólagi og vindstefnu og vindhraða sem sjómenn fóru mikið eftir,einnig með hafísfréttir sem komu æði oft fyrst frá Hrauni og varaði sjófarendur við þeirri vá.‘‘ Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík tekur undir það að mikill missir sé af að missa veðurstöðina á Hraun á Skaga úr kortunum,enda hefur honum fundist alltaf að Hraun og Litla-Ávík,hafi unnið mikið saman sem útverðir veðurathuganna sitt hvoru megin við Húnaflóann,Hraun að austanverðu og Litla-Ávík að vestanverðu,og veðurfræðingar hafa getað unnið nákvæmari veðurspá fyrir Húnaflósvæðið.  Jón segir einnig að mikið skarð verði nú vegna veðurathugana við Húnaflóann ef ekki verður sett upp önnur mönnuð stöð að austanverðu við flóann.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Veggir feldir 19-06-2008.
Vefumsjón