Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. júlí 2011
Prenta
Kaldast á Gjögurflugvelli.
Í gær 15 júlí kólnaði heldur betur í veðri hér á Ströndum og víðar á Norðurlandi.
Í gær var komin norðan og eða norðvestan með súld með köflum og þokulofti.
Í morgun var svipað veður og er spáð eitthvað svipuðu veðri,heldur kólnandi ef eitthvað er.
Kaldast eftir síðastliðna nótt á láglendi var á Gjögurflugvelli 4,3 stig og á Hornbjargsvita 4,5 stig og í Litlu-Ávík 4,8 stig,samkvæmt Gagnabrunni Veðurstofu Íslands.