Kuldaboli-Snjór og Slydda.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar veðurathugunarmaður fór út fyrir fyrir sex í morgun að lesa af mælum var 2,4 stiga hiti og snjóél að ganga yfir,og snjór náði niður að Gíslabala sem var smá hjáleiga í Litla-Ávíkurlandi sem stendur við fjallsrætur Arkarinnar.Síðan hefur verið slydda með köflum,en virðist vera að snúa sér í éljagang aftur.
Minnstur hiti sem af er júní á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist að morgni 7.júní O,2 stig.
Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra þessi:
Vaxandi norðanátt, 10-15 og dálítil rigning eða slydda síðdegis, en snjókoma eða slydda í kvöld. Lægir í fyrramálið, en aftur vaxandi norðaustanátt síðdegis og rigning með köflum. Hiti 1 til 5 stig en 4 til 10 stig á morgun.