Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2013 Prenta

Úrkoman var 789,1 mm árið 2012.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var svona nokkuð í meðallagi á nýliðnu ári 2012. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjöhundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins tvisvar fór úrkoman 2012 yfir hundrað mm það var í janúar (111,5 mm) og í september í (128,9 mm). Og minnsta úrkoma á árinu var í maí (9.0 mm). Og í júní (11,1 mm). Úrkoman var því 364,7 mm minni en árið 2011.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2012: 1995. (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996. (778,0 mm). 1997. (914,9 mm). 1998. (892,9 mm). 1999. (882,0 mm). 2000. (743,8 mm).2001. (722,6 mm). 2002. (827.4 mm). 2003. (883,0 mm). 2004. (873,9 mm).2005. (763,3 mm). 2006. (993,2 mm). 2007. (972,0 mm). 2008. (864,1 mm). 2009. (994,6 mm). 2010. (633,5 mm). 2011.(1153,8 mm).2012. (789,1 mm).

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Sirrý og Siggi.
Vefumsjón