Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2014 Prenta

Veðrið í Ágúst 2014.

Hitinn náði tvívegis 17,1 stigi í mánuðinum.
Hitinn náði tvívegis 17,1 stigi í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem stóðu fram til 13. og var þurrt og ágætt veður um verslunarmannahelgina eða fyrstu fimm daga mánaðar. Þá gerði loks suðvestanátt í einn dag. Þann 15.gekk aftur í norðlægar vindáttir með rigningu,sem stóð aðeins í tvo daga. Frá 17.til 21.voru breytilegar vindáttir,hægviðri og mikið til þurru veðri. Þann 22,gekk í suðlægar vindáttir með úrkomu litlu veðri og hlýindum,sem stóð til 27. Síðan breytilegar vindáttir,en austlæg vindátt með rigningu síðasta dag mánaðarins. Mánuðurinn var hægviðrasamur og úrkomulítill. Seinna slætti var lokið um miðjan mánuð hjá bændum í Árneshreppi.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-13: Norðan eða NA áttir,kul,gola,stinningsgola,en kaldi 7.8,og 9,þurrt í veðri 1.til 5.og þ.13.síðan súld eða rigning,hiti 5 til 13 stig.

14:Suðvestan kaldi,smá skúrir,hiti 10 til 13 stig.

15-16:Norðan gola,stinningskaldi síðan kaldi,rigning,hiti 6 til 9 stig.

17-18:Suðvestan eða breytilegar vindáttir,andvari,kul eða stinninggola,þurrt í veðri,hiti 5 til 14 stig.

19-21:Norðan,NA eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,eða stinningsgola,þurrt í veðri þ.21,annars smá súld eða skúra vottur,hiti 3 til 13 stig.

22-27:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,kaldi,en allhvass um tíma þ.26,þurrt í veðri 21 og 22,annars lítilsáttar skúrir,hiti 4 til 17 stig.

28-30:Breytilegar vindáttir,andvari,gola,lítilsáttar væta,úrkomu vart,hiti 7 til 17 stig.

31:Auslæg vindátt,kul eða gola,rigning,hiti 10 til 14 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,5 mm. (í ágúst 2013: 73,1 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist dagana 27 og 30: +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 21: +2,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,57 stig.  (í ágúst 2013: +5,66 stig.)

Sjóveður:Talsverður sjór dagana 7-8-9 og 16,annars sæmilegt sjóveður eða gott.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
Vefumsjón